Fara í efni

SVÖR FYRIR KOSNINGAR - OG EFTIR!

Er það rétt að fyrir alþingi liggi drög að frumvarpi sem muni skerða bætur öryrkja og ellilífeyrisþega ? Hver er ástæða fyrir þvi að sífellt er verið að kroppa af bótum þessa hóps en hópar eins og þeir sem hljóta listamannalaun eru ósnertanlegir? Hvers á þessi hópur að gjalda ? Hvenær er komið nóg af að koma fram við þetta fólk eins og niðursetninga. Er þetta virkilega stefna núverandi stjórnvalda ? Það væri gott að fá að vita fyrir kosningar.
Ásdís Bergþórsdóttir

Sæl Ásdís,
Það er rétt að spyrja þarf ágengra spurning  um þessi efni fyrir komandi  kosningar - og að þeim loknum um efndir.
Kv.
Ögmundur