SYNDA-AFLAUSN Í BOÐI ICELANDAIR
29.05.2019
Ég las Mogga-grein þína (sem birtist einnig á heimasíðu þinni) um synda-aflausn kolefnisjöfnunar. Fannst hún skemmtilegt grín eða þar til í dag að ég uppgötvaði að þetta er dauðans alvara. Ég sé nefnilega tilboð frá Icelandair um flugfar sem yrði gert umhverfisvænt með því að planta tré fyrir ferðalanginn. Með öðrum orðum, viðkomandi þyrfti ekki að hafa samviskubit yfir því að menga þótt flugferðin sjálf mengaði. Sakirnar yrðu gerðar upp með kolefnisjöfnun!
Niðurlagsorðin í grein þinni voru þessi: “Getur verið að kolefnisjöfnun muni á endanum gera tvennt, fjölga flugferðum og eyðileggja víðernin?”
Það sem ég hélt að væri grin er ekkert grín. Þetta gæti orðið niðurstaðan!!!
Jóel A.