SÝNUM Í VERKI ANDSTÖÐU VIÐ MANNRÉTTINDABROT !
Sæll Ögmundur.
Þorleifur Gunnlaugsson, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík hvetur í grein sinni hér á síðunni að stjórnmálasambandi verði slitið við Ísrael og viðskiptabann sett á landið.
Ég vil taka undir þetta, það er orðið löngu tímabært. Við verðum að sýna það í verki að við erum á móti drápum á saklausu fólki og eyðileggingunni sem fylgir stríði Ísraels á nágrannaríki sín. Frá því Ísrael var stofnuð hefur ríkisstjórn þess hvorki farið eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna, né alþjóðalögum. Það þýðir ekki að taka alltaf á brotum Ísraela með silkihhönskum. Eigum við að að horfa upp á brot á mannréttindum Palestinumanna og Líbana? Eigum við að þegja yfir stríðsglæpum Ísraelsmanna? NEI - Við verðum að sýna að okkur er alvara þegar við segjum að við viljum frið í miðausturlöndum. Það er komið nóg!
Kveðja,
Salmann Tamimi