Fara í efni

ÞÁ VAR LÍKA ALLT ÆÐISLEGT

Þegar AGS hefur lokið sér af, verður búið að breyta einkaskuldum í íslenskum krónum í gjaldeyrislán með ríkisábyrgð. Sennileg niðurstaða er skuldaaukning ríkisins uppá 1000 milljarða í gjaldeyri. Undir því munum við aldrei rísa, en "erlendir fjárfestar" eiga góða daga í vændum. Kaup skuldabréfa af Seðlabanka Lúxemborgar sem okkur er sagt að hafi öll verið með ríkisábyrgð eru gerð að kröfu AGS og framhjá gjaldeyrishöftum.

Við stefnum í að verða nýlenda fjármálaafla. Stöðugar "góðar fréttir" um samfélagsvæðingu skulda og breytingu krónuskulda í gjaldeyrisskuldir, minna á kjánatal áranna fyrir hrun. Þá var líka allt æðislegt.

Hreinn K