ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ
Sósíalistar nú hefjast handa
með vilja er allt hægt
Góðum hlutum og gleði landa
og fátækt verði upp sagt.
Lofa og ljúga
Við lygi leggja rækt
ljótt er hugarfarið
Í pólitík er allt hægt
Það get ég svarið.
ÞETTA ENDAR ILLA
Spennan eykst og spilling dafnar
spekúlantar heyja fórn
Frjálshyggjan nú heldur til hafnar
í sína hægri ríkisstjórn.
Loforðin og efndirnar
Leita nú í landans náð
ágæti sínu þeir hrósa
Nefna drengskap og dáð
og hvern skuli kjósa.
LOFORð ERU LOFORÐ
Bættum hag og bómullar tíð
bjóða þeir öllum núna
Eftir kosningar ei verða blíð
öll loforð tekin að fúna.
Kosningaloforðin
Lofa og laða að
ljúga þá mikið
Allt fá auðvitað
en svo svikið.
Erfitt að treysta Íhaldinu
Íhald Viðreisn og Íhaldskratar
eflaust taka völdin hér
Aftur og aftur landann platar
allt svo úr böndum fer.
ÚR LEIK
Já lífsins angist leiðir nú
líklega er hann farinn
Á v/G höfðum jú trölla trú
til sósíalista fór skarinn.
Höf. Pétur Hraunfjörð.