Fara í efni

Þakkir til BSRB

Sæll, Ögmundur
Ég var að lesa grein þína um harmafregnina frá Verslunarráði Íslands, þar sem ráðið grætur yfir því að ekki sé hægt að einkavæða Gvendarbrunnana og aðrar vatnsveitur í landinu. Þótt ég sé ekki ánægð með útkomuna úr vatnsfrumvarpinu einsog þú lýsir henni og undrast vesaldóm ríkisstjórnarinnar, þá velkist ég ekki í vafa um, að þið í VG hafið  náð verulegum árangri með málflutningi ykkar á Alþingi frá því að ennþá verra frumvarp var lagt fram síðastliðið vor. En það sem vakti athygli mína, og er ástæðan fyrir því að ég skrifa þér, er að þegar ég fór inn á netslóðina, sem þú gafst hjá BSRB í þessari grein, rann það upp fyrir mér hve mikill hlutur BSRB er í þessu máli. Það er greinilegt að samtökin hafa lagt af mörkum mikla og vandaða vinnu og eiga þau mikið lof skilið fyrir að standa vörð um þetta málefni.
Sunna Sara

Sæl, Sunna Sara.
Sammála.
Kveðja,Ögmundur