Fara í efni

ÞANNIG MÁ SÓPA AÐ FYLGI

Sæll Ögmundur.
Nú stendur þjóðin frammi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu Icesave-samnigsins og allt stefnir í að honum verði hafnað með miklum meirihluta. Mikið er rætt um að verði samningnum hafnað falli ríkisstjórnin og boða verði til kosninga. En þá kemur upp önnur krísa. Fólk hreinlega veit ekki hvað það ætti þá að kjósa. Vinstri Grænir og Samfylkingin eru bæði út vegna þrákelkni þeirra um að troða samningnum inná okkur og lítils sem einskins árangurs við að vernda heimilin heldur slá skjaldborg um fjármálafyrirtækin. Sjálfstæðisflokkurinn er út, ekki síst vegna ódauns í kringum Bjarna Ben. Þá standa eftir Framsókn og Borgarahreyfingin (Þráinn telst ekki með), en þeir tveir flokkar gætu ekki myndað meirihluta vegna þess hve, sérstaklega Borgarahreyfingin, er mannfá og vanmáttug. Það sem ég vildi sjá er að þú, sem hefur mikið traust meðal þjóðarinnar og þykir maður orða þinna og þekktur fyrir að standa með almennum borgara, segir þig úr VG og gangir til liðs við Borgarahreyfinguna. Það mundi styrkja hana verulega, ekki síst ef þú gætir fengið Lilju Móses með þér. Ég tel að þú gætir veitt Borgarahreyfingunni ómetanlegan styrk og er sannfærður um að sá flokkur, með þig í forustu, mundi sópa að sér fylgi.
Aðalsteinn