ÞARF AÐ DRAGA NIÐUR Í ÞOTULIÐINU
Heill og sæll, Ögmundur !
Tek heilshugar undir sjónarmið þín, viðvíkjandi gróðahyggju og aukna ásælni svokallaðra útrásarmanna á kostnað íslenzkrar þjóðfélagsgerðar, og sem jafnframt skreyta sig, og sín fyrirtæki með útlendum orða- og nafnaskrípum.
Réttast væri, að þjóðnýta þessar 3, af 4 stoðum bankakerfisins. Þarf að fara að draga niður í þessu sjálfumglaða þotuliði, sem braskar með þjóðarfé, jafnt erlendis sem innanlands.
Eru ekki nægar nauðsynjar fyrir þessa fjármuni hér heima fyrir ? Samgöngukerfi - heilbrigðiskerfi t.d. Nóg komið af fjáraustri í bóklega menntun, vantar sýnu meir til verknámsins.
Sturla frændi minn er, af veikum mætti, að reyna að þoka áfram Suðurstrandarvegi, ásamt mörgum öðrum þarfaleiðum. Þá hvetur Kjartan Ólafsson, einn þingmanna Suðurkjördæmis eindregið til lúkningar Kjalvegar, úr Biskupstungum áfram norður um, til frænda minna Húnvetninga og Skagfirðinga. Áfram mætti lengi telja.
Er ekki kominn tími til, að draga, þó ekki væri nema um 90%; úr fjáraustrinum í utanríkisþjónustuna ? Hvað réttlætir garf fámennrar þjóðar ofan í nánast hverjum koppi og kirnu ytra ? Óþarfi að dekra öllu meir við útlendinga og þeirra stáss, víða um lönd.
Að lokum, lít ég á Einar Kr. Guðfinnsson, sem eitthvert mesta stórmenni síðari tíma sögu, að drífa hvalveiðarnar, sem og hrefnuveiðarnar aftur í gang. Sýnir, að þar fer stórhuga drengur sem ÞORIR að bjóða ýsmum smámennum, innanlands sem utan birginn, var sannarlega kominn tími til, eða hví höfum við þraukað hér, á tólftu öld, við mörk hins byggilega heims, eða hvað hyggur þú Ögmundur þar um ? Til hvers situr fólk, eins og
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /
Heill og sæll Óskar Helgi og þakka þér bréfið. Ein ör-athugasemd að sinni og hún er sú að ég hef ekki trú á því að Steingrímur J. Sigfússon, félagi minn í VG, myndi una sér til langframa í "alsælunni" í Brussel.
Kv. Ögmundur