ÞARF AÐ FRELSA SAMFYLKINGUNA FRÁ ÍHALDINU!
Ég velti því fyrir mér hvers vegna þú hamast svona í Samfylkingunni, Ögmundur. Maður opnar ekki blað án þess að þú sért þar uppi með ásakanir og köpuryrði í garð Samfó. Mér sýnist að vísu Geir, forsætisráðherra, kominn í skotlínuna líka nú undir það síðasta. Getur verið að þú hamist meira á Samfylkingunni en Sjálfstæðisflokki því þú teljir hana standa ykkur VG-urum nær en Íhaldið og sért fyrir vikið henni reiðari fyrir að vera ekki í stjórn með ykkur? Ef svo er þá er ég þér sammála. Ég er kjósandi Samfylkingarinnar sem vildi alls ekki sjá þessa ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Fyrir alla muni hættu að skamma Samfylkinguna út í eitt. Í þess stað eiga allir góðir og gegnir vinstri menn að sameinast um að frelsa okkur frá Íhaldinu og mynda vinstri stjórn í landinu.
Kristján Sig.