ÞARF JÓHANNA MEIRI VÖLD?
Mér fannst gott gagnrýnið bréf Árna V hér á síðunni hvað varðar þær hugmyndir í Stjórnlagaráði að þingið kjósi forsætisráðherra beint . Þetta er að mínu mati sama valdstjórnarhyggjan og birtist í hugmyndum sem núna liggja fyrir þinginu og ganga út á að efla vald forsætisráðherra. Ég er því algerlega andvígur. Það á að draga úr slíku valdi og efla lýðræðishugsun með þingmönnum. Þessar hugmyndir Stjórnlagaþings snúa að því að gefa forsætisráðherra aukið umboð, aukið vægi og þar með aukið vald. Þarf Jóhanna Sigurðardóttir meira vald? Er það vandinn í íslenskri pólitík að hún nær ekki öllu sínu fram? Eða halda Stjórnlagaþingmenn að með einhverjum svona fídusum komi fram á sjónarsviðið allt aðrir og miklu betri einstaklingar?
Nei, þetta yrði skref aftur á bak. Kannski er þetta eitthvað sem ég er ekki að skilja. Ég efast þó um það.
Grímur