ÞJÓÐARATKVÆÐI UM ICESAVE
11.06.2009
Ég var feginn að sjá í fréttum að þú ert gagnrýninn á Icesave samninginn. Það er ég líka, einkum vaxtahlutann. Ekki er nóg með að vextirnir séu alltof háir, heldur skilst mér að þeir falli beint á ríkissjóð en Icesave eignirnar gangi aldrei upp í greiðslu þeirra. Þessu þurfa þingmenn að gera sér grein fyrir áður en þeir greiða atkvæði um samninginn. Reyndar finnst mér fráleitt annað en að samningurinn verði borinn undir þjóðaratkvæði. Þið hafið hreinlega ekki leyfi til þess að ákveða þessar gríðarlegu skuldbindingar sem lenda á okkur öllum. Hvernig var það annars, sagðist VG ekki vera hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslum?
Kjósandi VG