Fara í efni

ÞÚ FÆRÐ PRIK!

Það var athyglisverð gagnrýni í bréfi frá Arnari Sigurðssyni um Seðlabankann. Skýringar Seðlabankans á vaxtaákvörðunum sínum eru ekki trúverðugar og hafi þeirra hagfræði einhvern tíman fengið háa einkunn, þá hefur það verið í háskóla en ekki í praxís. Ég get ekki látið hjá líða að gefa þér prik fyrir gagnrýni þína á Alþingi þegar Seðlabankalögin voru sett 2001, sem þú vitnar í í svari þínu. (http://www.althingi.is/altext/126/04/r06110302.sgml). Nú eru þau varnaðarorð orðin að áhrínsorðum. Þú varar við því að láta hið pólitíska vald af hendi, með svo afgerandi hætti sem í lögunum fólst. Nú er svo komið að þessi lög ofurselja okkur skoðunum norsks seðlabankastjóra og einhverra miðlungshagfræðinga frá AGS sem ekkert þekkja til íslenskra aðstæðna. Og nú ert þú í ríkisstjórn og átt ekki að þurfa að láta þetta yfir þig ganga. Engan þann sem samþykkti Seðlabankalögin 2001 hefði órað fyrir því að þessi lög yrðu til þess að tryggja útlendingum alræðisvald í vaxtaákvörðunum á Íslandi.
Hreinn K