Fara í efni

TIL ÖRYGGIS?

Hvaða hagsmunir eru fólgnir í að gangast undir Icesave-okið? Getur einhver skýrt það út? (Og þá helst án þess að tala um að verið sé að stunda björgunarstarf á strandstað, moka flórinn, sækja á brattann, grafa sig í gegnum skaflinn, fara í kalda sturtu, sigrast á vandanum, þreyja þorrann, koma hjólum atvinnulífsins af stað og svo framvegis.)
Fari Bretar í mál, þá það. Ef það tapast í rétti sem við sættum okkur við, þá þarf að athuga hvort við viljum borga. Og ef við teljum nauðsynlegt að borga, þá er hægt að setjast að samningaborði og bjóða það sem við erum fær um að borga. Þegar og ef að að því kemur.
Menn tala um að semja "til öryggis". Hér er verið að brjóta niður samfélagið og ekki síst vegna Icesave oksins. Er það gert "til öryggis?"
mkv
Hreinn K.