TÖLVUPÓSTURINN - NÝTT DAGBLAÐ MEÐ NÝJAR OG BREYTTAR ÁHERSLUR
Ánægjuleg viðbót við íslenska fjölmiðlaflóru barst inn um bréfalúguna hjá mér í morgun. Þetta er auðvitað dagblaðið Tölvupósturinn en ritstjóri og jafnframt eini starfsmaður þess er hinn þjóðkunni doktor Jón Samúelsson kerfisfræðingur og tölvugúrú frá Þjófabóli í Aðaldal. Í ritstjórnargrein segir m.a. að útgáfan sé afar hagkvæm og lágmarksþörf á vinnuafli því að efnisöflun felst eingöngu í svokallaðri “copy and paste” aðferð. Með öðrum orðum er afrit einfaldlega tekið af tölvupósti fólks og það síðan birt eins og það kemur af skepnunni. Um lagalegar hliðar málsins segir Jón frá Þjófabóli að allt sé leyfilegt í þessum geira þegar almannaheill er í húfi, svo fremi ekki sé hróflað við textanum á nokkurn hátt. Að öðru leyti sé það stefna blaðsins að beina sjónum að venjulegu fólki en gefa fræga fólkinu loksins kærkomið frí. Og segja má að þar hitti ritstjórinn naglann akkúrat á höfuðið. Tölvupósturinn lofar svo sannarlega góðu, amk. fyrir
“Sæll pábi
Annars var gaman hjá mér seinnipartinn og í gærkvöldi. Við Hrenni spiluðum mattador, leigðum svo spólu og pöntuðum tvær dómínós. Tókum Sin City sem Hrenni þýddi sem Syndabælið, alveg frábæra mynd sem er algert möst að sjá. Þetta var svona smáfagn hjá okkur í tilefni þess að skrattakollurinn Stóri Blámann er nú logsins hættur í pólitíkinni. Fórum svo á krána við Red river street, nú hlýtur að vera hægt að rölta þar óhultur, varla þarf maður lengur að óttast að höfuðpaurinn reyni að keira þar yfir mann úr launsátri með sína bláu krumlu á stýri. En auðvitað er löggan á hverju horni og aldrei að vita uppá kverju hún tekur. Við hittum marga góða og gamla á kránni, fílingurinn var fínn, mér lýður altaf svo vel innan um venjulegt fólk.
Jæja pábi minn, ég þarf að drífa í mig hafragrautin og lísið, strætó býður víst ekki eftir manni frekar en viðskiptatækifærin. Er að fara í rægtina og svo til London, gemsinn er í klikki en þú bjallar þá bara í mig á hótelið ef eittkvað kemur uppá. ...
Eftir þennan lestur varð mér strax hugsað til þess að ekki væri nú ástandið svona skítt hjá mér og mínum. Og að lokum vil ég bara hvetja alla til að kynna sér Tölvupóstinn hans Jóns frá Þjófabóli. Uppskriftin að þessu nýja blaði er að mínum dómi afar vel heppnuð og innihaldið hefur fyrst og síðast góð áhrif á lesendur og ég held einnig samfélag okkar í heild. Og ekki veitir nú af á þessum síðustu og verstu tímum.
Tómas Adolf Treholt
MA í fjölmiðlasálfræði