TRAUSTARI LAGAGRUNDVÖLL GEGN SPILAKÖSUM
28.12.2006
Sæll félagi.
Það var ánægjuleg samstaða í borgarráði nú rétt fyrir jólin um spilakassana í Mjódd. Borgin hefur áður reynt að nýta skipulagsvald til að banna spilakassa (á Skólavörðustíg) en var gerð afturreka með þá ákvörðun af dómstólum. Nú er spurning hvort unnt sé að tryggja lagagrundvöll fyrir sveitarfélög til að koma í veg fyrir spilakassastarfsemi þar sem þau vilja ekki heimila hana?
Árni Þór Sigurðssson
Þetta er viðfangsefni sem ég mun tvímælalaust taka mér fyrir hendur.
Með kveðju,
Ögmundur