TRÚI AÐ ÞÚ GERIR ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR
01.07.2012
Sæll Ögmundur.
Öll börn eiga skilið að alast upp laus við ofbeldi. Það hvílir á okkur sem fullorðin eru mikil ábyrgð að tryggja börnum öryggi. Okkur ber að gera allt sem í okkar valdi er til að bjarga börnum sem grunur leikur á að sé hætta búin. Ef þú hefur einhver völd til að grípa inn í aðstæður þar sem börn líða fyrir ofbeldi vil ég trúa að þú gerir það.
kv. Árný Björk Birgisdóttir
Þú mátt trúa því að ég hafi gert það sem í mínu valdi hefur staðið að gera til að koma þessu máli í betri farveg. Mig tekur sárt að það skuli ekki hafa tekist.
Ögmundur