Fara í efni

TRUMP MÆTTUR Á BALLIÐ

Grimmd og græðgina sjáum
Þar gnístir vel í tönn
Nú auðmanna einræði fáum
á þessari forseta önn.

SAMMÁLA KÁRA

Lítið maður segja má
ýmislegt þó munið
Ásthildi varð mikið á
en löngu fyrir hrunið.

Illkvittnina áfram drífa,
að þér kemur röðin.
Finnum syndir fyrri lífa,
förum með í blöðin.
Kári

Barnabörnin blessuð mín

Frumburðinn Elí fyrstan vel
Þá fæddist Róbert í Eyjum
Nú söng Doktorinn nafna tel
yngstan af þeim peyjum.

Seðlabankinn ei saklaus er

Með stýrivexti staulast niður
á stoðkerfið hefur reynt
Ofurvextir og verðbólgu kviður
eftir sitja ljóst og leynt.

,,Stríðsherrarnir‘‘

Vopnahléin ei virða neitt
valdahroka enn sina
þetta verður áfram óbreitt
og fólk mun lífi tína.

,,ÆGI JÁ‘‘

Nú hugvíkkandi efni hef
og haldgóða gervigreind
Ég lítið nú fyrir gáfur gef
Því gallaðar eru í reind.

,,Í Fátæktina fæddur var‘‘

Já árið fjörutíu og fjögur
fæddist í þennan heim
Ungur fór að yrkja bögur
einhverjir vita af þeim.

FYRIRHYGGJAN FREKAR SLÆM

Trump vill nú tolla heiminn
og tilfinning er köld
Ei virðist vera berdreyminn
um viðsjárverða öld.

40% með einkenni kulnunar

Kennarar með kulnun sagðir
kauphækkun ei lagar neitt
Af veirunni virðast undirlagðir
og því verður ekki breitt.

Höf.
Pétur Hraunfjörð.