TRUMP OG TOLLAR
Þakka vel ritaðn pistil um valdatöku DT. Þessi forseti er ekki aðeins hrokafullur heldur einnig heimskur. Hann sýknar verstu götustráka BNA þá sem réðust inn í Þinghúsið og þar dóu 6 með köldu blóði. En kannski öllu verra er þegar DT ákveður upp á eigin spýtur að leggja á ýmsa tolla og hömlur á frjáls viðskipti milli landa. Þessi kaldrifjaði maður er ákaflega illa upplýstur enda virðist hann ekki gera sér grein fyrir því hvað hann er að gera. Þess vegna ber ekki að fyrirgefa honum. Haustið 1929 jófst heimskreppan mikla. Orsök hennar var offramleiðsla víða í iðnríkjum heims og til að bæta gráu ofan á svart ákváðu bandarísk stjórnvöld að grípa til sama úrræðis og DT nú: Að reisa mikla tollamúra í þeim tilgangi að vernda innlenda framleiðslu. Afleiðingin var hreint skelfileg og ekki kemur á óvart að DT sé meginorsakavaldur að nýrri heimskreppu sem verður ábyggilega mjög kröftug og gefi þeim fyrri ekkert eftir. Kannski verður DT minnst fyrir að hafa komið af stað nýjum hryllingi og martröðum yfir heimsbyggðina.