TRYGGVI ÞÓR KEMST EKKI
06.03.2010
Enn berast fregnir af ógöngum fyrirmenna þjóðarinnar á kjördag. Nú er ljóst að Tryggvi Þór Herbertsson getur ekki kosið en hann varð fyrir því óhappi að festast í skuldabréfavafningi í gærkvöldi. Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur í alla nótt reynt að losa Tryggva en án árangurs. Talið er að það taki Kjartan Gunnarsson skiptastjóra Askar Capital allt að tvær vikur að vinda ofan af honum. Flækjan liggur alveg frá hvirfli til ylja, höfuðhreyfingar eru erfiðaðar þar sem vafningurinn er flæktur í hári og hendur og fætur eru nánast í læsingu. Líðan Tryggva er þó eftir atvikum góð.
Þjóðólfur