Fara í efni

UM AFNÁM EFTIRLAUNALAGA

Sæll Ögmundur.
Enn um eftirlaunalögin. Mér finnst svar þitt til Eddu langt frá því að duga. Spurningin snýst ekki um persónulega afstöðu þína heldur um það hvort VG ætlar að láta þessa spillingu gott heita eða beita sér gegn henni. Meðan flokkurinn heitir því ekki að afnema svívirðuna (sem hann ber sjálfur mikla ábyrð á), þá tekur hann fullan þátt í henni. Landsfundur Framsóknarflokksins ályktaði að afnema bæri lífeyrisforréttindi alþingismanna. Hvað ætlar VG að gera?
Hjörtur Hjartarson

Sæll Hjörtur.
Ef Framsóknarflokkurinn hefur ályktað í þessa veru, þá er það vísbending um ánægjulega hugarfarsbreytingu þar á bæ, sem ég fagna. Innan VG eru margir áhugasamir um þetta efni þótt flokkurinn hafi ekki enn sem heild tekið þá afstöðu að afnema lögin. Sjálfur er ég því hins vegar mjög fylgjandi.Kveðja,
Ögmundur