Fara í efni

UM ÁKALL LANDLÆKNIS

Sæll Ögmundur.
Nú vona ég að Landlækni verði að ósk sinni og verkfallinu á Landspítalanum verð aflýst. Frændi minn sem ég minntist á í skilaboðum til þín fór í aðgerð fyrir nokkrum dögum og reyndist töluvert meira að honum, en læknar höfðu gert ráð fyrir. Hann var því sex tíma á skurðarborðinu. Þetta hygg ég að geti átt við marga, sem þurft hafa að bíða eftir meðferð. Ég tel því ánægjulegt að Landlæknir muni meta tjónið af þessu verkfalli. Niðurstaðan gæti orðið sú að ekki sé hægt að sættast á að heilbrigðisstéttir fari í verkfall.
Með bestu kveðju,
Stefán Einarsson