UM BJÓRBÖLIÐ OG FLEIRA
04.03.2019
Bjór er ei til batnaðar,
Bakkus fólkið glepur.
Óhamingja alls staðar,
áfengið þig drepur.
Spyrja má þau sem telja litla eftirspurn eftir skoðunum úr sarpi lífsreynslunnar hvort ekki geti verið að skynsemin skerpist með árunum:
Bjálfahátt í boðunum,
bætir ungt með klifun.
Skynsemi í skoðunum,
skerpist oft með lifun.
Í tilefni af andheitum Bændablaðsleaðara:
Ef að samband eykur mátt,
og arfur dvínar feðra.
Skrækja þá mun Hitler hátt,
halda veislu í neðra.
Kári