UM FJÁRFESTINGAR LÍFEYRISSJÓÐA
Samkvæmt lögum er lífeyrissjóðum skylt að leita ávallt hámarksávöxtunar sem yfir langan tíma litið er einnig krafa um að lágmarka áhættu. Hlutabréfakaup eru varasamur bissniss, einkum ef hlutafélögum er stýrt af áhættusæknum aðilum. Lífeyrissjóðum ber engin skylda til að fjárfesta í slíkum félögum. Þeim ber heldur engin skylda til að fjárfesta í hlutafélögum sem greiða forstjórum sínum ofurlaun, sem líta út sem hrein sjálftaka og virðast ekki bera nein einkenni markaðslauna. Með því að setja sér þær vinnureglur að fjárfesta ekki í hlutafélögum sem greiða stjórnendum sínum ofurlaun, myndi vandamál sjálftökunnar vera úr sögunni. Með því hins vegar að halda áfram að fjárfesta í hlutafélögum sem hegða sér með þessum hætti, eru lífeyrissjóðir launamanna samábyrgir fyrir ofurlaunum,
Hreinn Kárason