Fara í efni

Um frjálshyggju, jafnaðarstefnu og óheillakrákur

Sæll Ögmundur
Í pistli á heimasíðu þinni spyrð þú mig: Ef þú værir ákafur frjálshyggjumaður, myndir þú þá ekki treysta Tony Blair ágætlega fyrir þínum hugsjónum?  Svar: Ég veit ekkert hvað ég mundi gera ef ég væri ákafur frjálshyggjumaður. Ég reyni að feta meðalveg milli frjálshyggju og jafnaðarstefnu og ég kann heldur vel við Tony Blair og finnst hann hafa gert margt gott. Og ef sú er raunin, hvar eiga þau okkar þá heima sem hvorugt íhaldið  gútera?   Svar: Auðvitað ráðlegg ég þeim sem hafa skoðanir sem ég tel rangar að  hugsa málin upp á nýtt og skipta um skoðun. Varla getum við öll sem erum þessu markinu brennd flokkast sem óheillakákur? Svar: Ég útiloka svo sem ekki að einhverjir andstæðingar frjálshyggju og jafnaðarstefnu finni nýjar leiðir í stjórnmálum sem liggja til  farsældar og eru ólíkar þeim sem ég þekki. Ég útiloka heldur ekki að  það sé gott að menn haldi áfram að leita slíkra leiða. En þeir sem  þykjast hafa fundið þær hafa til þessa reynst óttalegar óheillakrákur.
Kveðja, Atli Harðarson

Þakka þér fyrir svarið Atli. Ég vil taka það fram að mér fannst greinin þín í Lesbók Morgunblaðsins sem ég vitnaði í bæði fróðleg og skemmtileg þótt ég væri þér ekki sammála um niðurstöðurnar. Ég er hins vegar mikill áhugamaður um pólitíska ídeólógíu og fagna jafnan góðum greinum um það efni.
Með kveðju,
Ögmundur
Grein mín sem vitnað var til er að finna: https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/tekid-ofan-fyrir-morgunbladinu