Fara í efni

UM ICESAVE OG JÓN BJARNASON

Vona að það sé ekki í andstöðu við lífsskoðanir þínar að ætla hugsanlega að ganga til liðs við ríkisstjórnina sem knúði í gegn umsóknaraðild að ESB. Andstaða nokkurra VG þingmanna hefur einskis mátt sín þar að lútandi. Hvað hefur breyst í grundvallaratriðum í Icesave sem getur réttlætt aðkomu þína að þessarri hörmung að nýju? Standa þarf vörð um að erfðaprinsessan gleypi ekki rótina með koki og kjafti. Andóf Jóns Bjarnasonar er aðdáunarvert, hann þarf að fá að hrærast áfram í starfi, og að slíku er bezt staðið með stöðu utan ramma.
Óskar K Guðmundsson,
fisksali


Icesave hefur breyst í grundvallaratriðum. Bretar og Hollendingar eru nú búnir að átta sig á því að Íslendingar ætla ekki að borga það sem ranglega var sett upp en eru engu að síður reiðubúnir að ræða málamiðlanir. Þetta hefur þýtt tugmilljarða sparnað fyrir ríkissjóð Íslands og sett málið í þann farveg sem ég hef alla tíð barist fyrir: Þverpólitískri aðkomu, dýpri faglegri ráðgjöf og síðast en ekki síst opnari umræðu erlendis.
Kv.,
Ögmundur