Fara í efni

UM JELTSÍN-PÓLITÍK FRAMSÓKNAR

Heill og sæll Ögmundur.
Ég var að lesa pistil þinn um Jeltsínpólitík Framsóknarflokksins þar sem flokkurinn reynir beinlínis að kaupa sér atkvæði. Þú spyrð  “Á hvaða vegferð er Framsóknarflokkurinn eiginlega?” Þarf að spyrja að því? Kjósendur geta ekki ætlast til neins af þeim flokki lengur, hann svíkur öll loforð, meira að segja kvartmilljónin mun aldrei skila sér. Sá leikur að lofa beingreiðslum við einkavæðingu er ekki ný af nálinni. En hefur einhver orðið var við þær eða þá ávinninginn af einkavæðinginni? Ég held þær hafi líka farið fyrir lítið í einkavæðingarparadís Jeltsín, nema hvað náttúrlega "Íslandsvinurinn" Abromovits og fleiri bófar mökuðu þá krókinn! Beingreiðslurnar voru bara til sýnis - til að freista þess að kaupa vinsældir.
Haffi