UM LESBLINDU, EINELTI OG SKYLDUR SKÓLANS
Skólamál Íslands eru á frumskógarstigi. Því miður eru einhverjir kennarar farnir að trúa því að skólarnir séu meira fyrir kennara en börn. Treysti þér til að bæta úr þessari ofurtrú sumra kennara á hlutverk sitt. Þegar lesblindir foreldrar þurfa að ráða utanaðkomandi fólk til að kenna bönum heimanám er eitthvað að í velferðarkerfinu á Íslandi!Svo maður tali nú ekki um eineltismálin. Ég veit að þú veist mikið um þau mál.Treysti á þig og þinn flokk. En af hverju styðja ekki fleiri VG en styðja áfram flokkana sem var mótmælt af stórum hluta þjóðarinnar.
Anna
Ég þakka þér bréfið Anna. Ég er sammála þér að bæði lesblinda og einleti eru mál sem aldrei má forsóma. Hvort tveggja getur valdið einstaklingum miklu og varanlegu tjóni. Skólinn þarf að sjálfsögðu að vera vel vakandi hvað þessi málefni snertir.
Með bestu kveðju,
Ögmundur