UM LISTABÓKSTAFINN V
15.06.2005
Af hverju er U en ekki V á kosningaseðlinum ?
Jóhann
Nokkuð er um liðið Jóhann að þú sendir inn þessa fyrirspurn og sannast sagna beið ég með að svara henni á meðan ekki var útséð um að VG fengi listabókstafinn V í stað U. Málið var einfaldlega í meðferð hjá dómsmálaráðuneytinu. U er að vísu ágætur listabókstafur fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboðað því leyti að hann vísar í umhverfisvernd sem er vissulega mjög mikilvægur þáttur í stefnu og starfi VG. Þetta hefur hins vegar valdið ruglingi. Þess vegna sóttum við um að fá listabókstafinn V. Af spurningu þinni má ráða að þú ert á sama máli.
Með bestu kveðju,
Ögmundur