UM ORÐIN OG GILDI UMRÆÐUNNAR
Sjaldan er ég sammála Ólafi Teiti Guðnasyni, blaðamanni með meiru. Ég hef grun um að hann myndi segja hið sama um mig. Ég vil hins vegar bæta því við að ég tel Ólaf Teit vera afburðamann að mörgu leyti, hann býr yfir fráneygri pólitískri sýn en því miður einungis að því marki sem pólitískar augnhlífar íhaldsins leyfa. Í Kastljósi Sjónvarpsins nú nýlega rann það upp fyrir mér hversu takmarkandi og hamlandi það getur verið að bera Valhallargleraugun á andlitinu árið um kring, nótt sem nýtan dag.
Hlutafélagavæðing RÚV kom til umræðu í umræddum sjónvarpsþætti. Ólafur Teitur taldi almenning ekki skilja málið. Það væri verið að losa um pólitísk tengsl og stórefla Ríkisútvarpið gagnstætt því sem haldið væri fram á Alþingi af stjórnarandstöðunni!!! Kannski er Ólafur svo upptekinn að hann hafi ekki haft tíma til að kynna sér frumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú er orðið að lögum. Ég hallast að því. Hvernig gæti hann annars komist að þeirri niðurstöðu að verið væri að frelsa RÚV og losa um hin pólitísku tengsl?
Með hinum nýju lögum er þvert á móti verið að herða á þeirri pólitísku skrúfu sem starfsfólk RÚV hefur þurft að starfa undir, einkum og sér í lagi í seinni tíð. Hið frelsandi afl sem Ólafur Teitur vísar til felst m.a. í valdi til handa útvarpsstjóra til að ráða og reka starfsmenn að vild að hætti einræðisherrans! Þetta finnst Ólafi Teiti vera stórkostlegt og merkilegt skref inn í framtíðina. Í reynd er þessu náttúrlega öfugt farið – það er verið að haltra aftur á bak til fortíðarinnar; taka upp þá siði sem tíðkuðust í samskiptum launafólks og atvinnurekenda fyrir rúmum hundrað árum.
Ekki man ég alveg hvað
Í fullri alvöru, er virkilega ástæða til að gera lítið úr orðum og umræðu, og kannski sérstaklega ef hún fer fram á Alþingi? Ég hefði haldið að hún væri nokkurs virði bæði þar og í þjóðfélaginu almennt og geri menn lítið úr gildi umræðunnar er lýðræðið næsti bær við. Á þingi eru vissulega þeir til sem lítið láta að sér kveða þótt hinir séu fleiri sem taka þátt í vinnu að þingmálum og umræðu um þau. Hinir síðarnefndu rísa undir hlutverki sínu og það er ástæðulaust að gera lítið úr störfum þeirra. Á sama hátt ber að þakka fyrir góða umræðuþætti í útvarpi og sjónvarpi; þætti á borð við Silfur Egils þar sem er ofgnótt orða! Stundum eru orðin meira að segja svo mörg og orðræðan svo hröð og mikil að menn mega hafa sig alla við til að greina hvað sagt er! Samt finnst fólki þetta vera með allra bestu sjónvarpsþáttum á Íslandi og segir það ekki einmitt sína sögu um álit almennings á gildi umræðna og að þær hafi mikilvægu hlutverki að gegna?
Og í framhaldinu er því rökrétt að spyrja: Getur verið að þessir menn séu ekki alveg fríir við fordóma, getur verið að blaðamannakokteill þeirra Ólafs Teits og Egils sé blandaður einhverjum hagsmunum? Ólafur Teitur er til að mynda því póltíska marki brenndur að vera almennt á móti öllu sem tengist ríkinu og ríkisrekstri. Og