UM RÁNFUGLA
Sælt veri fólkið!
Smá hugrenningar um logo Sjálfstæðisflokksins og hvað stendur á bakvið það!!!! Svo verður hver og einn að túlka það fyrir sig ég fann smá grein um fálkan inná KHÍ og hér kemur það: Fálki eða valur er stór og tígulegur ránfugl, með langa, breiða, odddregna vængi og stél, stærsti fugl fálkaættarinnar og var konungsgersemi fyrr á öldum og um tíma í skjaldarmerki Íslendinga. Fálkinn flýgur með hröðum, kraftmiklum vængjatökum, grípur oft til renniflugs, er hraðfleygur og mjög fimur á flugi. Fálkinn gefur frá sér hvellt væl á varpstöðvum en gargar reiðilega þegar hann er í árásarhug, er þó oftast þögull. Fæða: Aðallega rjúpa, einnig aðrir fuglar og jafnvel hagamýs. Verpir í klettum, t.d. giljum, gljúfrum, gjárveggjum, stöpum og gígum. Gerir sér hreiður með því að grafa skál á grasi gróinni syllu eða í skúta. Notar þó oftast gamla hrafnslaupa en byggir ekki hreiður sjálfur. Hjónin dvelja á óðalinu árið um kring. Varpi dreift um land allt en er algengastur í Þingeyjarsýslum. Aðalfæða fálkans er rjúpan og fylgir varpstofn hans sveiflum í rjúpnastofninum.
Kristófer Kristófersson