UM RÉTTINN TIL NÁTTÚRUNNAR
01.04.2014
Styðjum baráttuna um réttinn að fá að skoða landið okkar. Ef kollvarpa á þeim sjálfsögðu og lögbundnu mannréttindum að mega fara óhindrað um óræktað land er illa komið fyrir okkur Íslendingum. Ef greiða á gjald fyrir aðkomu að landinu okkar mun það leiða til þess að hluti þjóðarinnar og af kynslóðum framtíðarinnar muni aldrei sjá náttúruperlur Íslands. Þessi sjálfsprottna tollheimta manna, sem allt virðast geta og mega, er forkastanleg og óskiljanlegt að hún fái að viðgangast. Þess vegna er barátta þín Ögmundur ómetanleg og þú átt skilið mikið hrós og heiður. Vona að sem flestir taki þátt í mótmælum þínum því eru svo mikilvæg.
Pétur