UM "RÓLEGA" OG "ÓRÓLEGA" STJÓRNMÁLAMENN
Ég kaus VG í síðustu kosningum og kosningunum þar á undan einnig. Nú er ég með efasemdir um framhaldið. Það er svoldið skondið að þið sem mér finnst vera mest yfirveguð og jarðbundin í þingflokknum, í bestum tengslum við grasrótina og ástundið lýðræðisleg og gagnsæ vinnubrögð, skuluð vera kölluð "órólega deildin" í VG! Ég er rólegastur gagnvart ykkur og vildi helst sjá ykkur í flokki án þeirra sem sögð eru svo róleg. Slíkan flokk myndi ég kjósa og veit að svo er um marga - ekki bara í VG. Um samkrullið við "rólegu" deildina hef ég efasemdir, meira að segja mjög vaxandi efasemdir. Kannski ætti ´"rólega" deildin í VG að rólegheita sig inn í Sjálfstðisflokk eða Samfylkingu. Hvorn flokkinn sem er, skiptir ekki máli, bara einhvern valdakerfisflokk. Ég kaus ekki VG til að fá kyrrstöðu og stuðning við gömlu spillingaröflin. Nákvæmlega það er að gerast. Allt í miklum rólegheitum.
Jóhannes Jónsson