Fara í efni

UM SKATTAMÁL Í TILEFNI AF 1. MAÍ

Mig langar oft til að koma á framfæri hugsunum mínum, en geri það sjaldnast. Langar samt að koma þessu einhverstaðar sem ég held að einhver geri eitthvað.
Svona á degi verkalýðsins, er allt í lagi að velta upp því jafnrétti sem ríkir í skattamálum þjóðfélagshópa. Allir sem þiggja laun, greiða af þeim launum skatt.
Núna eru skattprósenturnar tvær, og fara eftir tekjum viðkomandi. Af tekjum frá 0 kr. að 834.707 kr. eru greiddur 36.94% skattur. Af tekjum umfram 834.707 krónum er greiddur 46.24% skattur. Persónuafsláttur er 52.907, sem þýðir að fyrstu 143.224 krónurnar eru skattfrjálsar.
Svo eru til þeir sem hafa að hluta eða alfarið sínar tekjur sem tekjur af fjármagni. Það er að segja þeir aðilar sem eiga fjármuni eða eignir og fá tekjur af þeim. Sumir hafa umtalsverðan hluta, eða alfarið sínar tekjur sem fjármagnstekjur, og oft eru þetta þeir aðilar sem mest ber á, og þar sem auðurinn er mestur. Skattur af fjármagnstekjum er 20%. Frítekjumark er 125.000 (sem gildir reyndar ekki um allar gerðir fjármagnstekna).
Undir fjármagnstekjur flokkast til dæmis vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur. Í einstaka tilfelli eru ekki greiddur skattur af fjármagnstekjum, t.d. er ekki alltaf greiddur fjármagnstekjur af söluhagnaði lausafjár og af söluhagnaði íbúðarhúsnæðis (sjá nánar á rsk.is). Það eru mjög margar og flóknar regglur um fjármagnstekjuskatt, en samt má segja að EF GREIDDUR ER SKATTUR af fjármagnstekjum, þá er sá skattur aldrei meiri en 20%
Þetta gildir fyrir þá sem eiga fjármagnið og geta haft sínar tekjur að hluta, eða alfarið sem fjármagnstekjur. Restin af lýðnum (sem á ekki til hnífs og skeiðar), skal borga minnst 36.94% í skatt af sínum tekjum. Margir (ef ekki flestir), þeir sem hafa svokölluðu "ofurlaun" (og borga þá 46.24% skatt af tekjum sem eru umfram 837.707 krónurnar), eru líka með einhverjar fjármagnstekjur, og jafnvel verulegar (t.d. arð af hlutafé), þannig að þegar upp er staðið eru þeir að borga MINNA hlutfall af sínum tekjum í skatt, en láglaunamaðurinn, sem borgar verulegan hluta af sínum launum. Fyrir þessa hálaunamenn skiptir í raun lítið hvort það sé eitthvað "hærra" skattþrep á háu launin, því stór hluti af laununum fer bara "framhjá" þeim skatti, í formi fjármagnstekna.
Af hverju eru ekki ALLAR tekjur, hvaða nafni sem þær nefnast, skattlagðar á sama hátt?
Af hverju eiga ríkustu aðilarnir að fá skattaafslátt á stóran hluta tekna sinna?
Nú gætu einhverjir sagt, "við erum búin að borga skatt af eignunum þegar þeirra var aflað", en þetta bara snýst ekki um eignirnar sjálfar, því þarna er verið að tala um skatta á þá ávöxtun/tekjur sem þessar eignir eru að búa til.
Réttast væri reyndar að samræma skattaprósentuna á ALLAR tekjur, hvort sem þær heita launatekjur, fjármagnstekjur, arður eða bara hvað sem er, þar sem menn fá fjármuni eða eignir sem hægt er að flokka einhvernveginn sem tekjur (og auðvitað bónusa líka). Eins þyrfti að eyða öllum hvata í svoleiðis tekjur, t.d. með því að þær eignir sem búa til þessar tekjur, borgi sömu gjöld og t.d. fyrirtæki sem er með fólk í vinnu er að borga (það er öll launatengdu gjöldin). Á móti má svo að hækka persónuafslátt og hann látinn gilda víðar, það er auðvitað á allar tekjur. Og helst ætti skattleysismörk að vera við lágmarkstekjur.
Bara svona smá í tilefni dagsins.....
Kjartan