Fara í efni

UM SÖGU-RANNSÓKNIR OG TILEFNI ÞEIRRA

Sæll Ögmundur. Veist þú fleiri dæmi þess að þingmenn VG hafi verið á sporslum frá NATO á síðustu árum? http://eyjan.is/blog/2010/06/01/jon-bjarnason-med-efasemdir-um-nato-adild-en-thadi-sjalfur-styrk-fra-bandalaginu/
Kv.
Hannes

Ég skal játa að ég þekki ekki til hlítar samskipti Nató og þingmanna. Hitt veit ég að Nató hefur veitt fjöldan allan af rannsóknarstyrkjum til vísindamanna og sennilega til listamanna einnig í gegnum tíðina. Það gæti verið viðfangsefni að fara yfir Nató styrki í áranna rás. Á þeim lista eru hygg ég miklu fleiri en menn ætla og ekki allir par hrifnir af þessu hernaðarbanadalagi! En mér sýnist ýmsir gerist  nú áhugasamir um að níða skóinn niður af Jóni Bjarnasyni, ráðherra einhverra hluta vegna. Ég held að ef menn leggjast í sögurannsóknir um minn ágæta félaga þá fái menn mynd af heilsteyptum og heiðarlegum stjórnmálamnni sem á ekkert nema gott skilið. Sögulegar rannsóknir eru góðra gjalda verðar en óneitanlega finnst mér þetta sérkennilegar rannsóknir sem þú vísar til og ég spyr sjálfan mig um tilefni þeirra.
Kv. Ögmundur