UM STEINVEGGI OG SKULDUR HEIMILANNA
Það virðist aldrei vera hægt að fella niður skuldir einstaklinga eða heimila hversu erfiða stöðu sem fólk er komið í, með sin fjármál. En það virðist öðru nær með fyrirtæki og vitna ég þá í eftirfarandi grein í DV.is dags, 23 feb 2009 "Ástralinn með hæsta boð í Moggann.....Það er Íslandsbanki sem sker úr um það hver fái Árvakur en bankinn mun þurfa að fella niður 3000 milljónir af skuldum útgáfufélagsins sem skuldar talsvert yfir fimm milljarða króna eftir margra ára óráðsíu í rekstri. Að fella niður skuldir fylgir því ekki gjaldþrot?? Ég held að ég tali fyrir munn margra með því að segja að það er miklu sársaukrafyllra fyrir einstakling að verða gjaldþrota, heldur en eitthvað fyrirtæki sem virðist vera orðin hefð fyrir að geta skipt um kennitölu, og haldið rekstri áfram næsta dag eins og ekkert hefði í skorist. Er ekki komið nóg af þessu bulli? 3.þúsund miljónir sem bankinn ætlar sennilega að afskrifa, ef ég er að skilja þetta rétt. Hvað væri hægt að bjarga mörgum heimilun fyrir þessa peninga? það eru sálir sem skipta máli en ekki steinveggir.....)-:
Kristófer Kristófersson