Fara í efni

UM VAFASAMA EINKAVÆÐINGU OG HAGSMUNI ÍSLANDS

Sæll Ögmundur...
Í
morgun var hringt í mig að utan og mér sagt að upp hafi komist um hroðalegt glæpamál í Las Vegas í Nevada, Bandaríkjunum.
Svo er mál með vexti, að einkafyrirtæki þar, sem hefur það verkefni með höndum að bólusetja fólk og taka blóðprufur úr því, var staðið að því að nota sömu nálarnar aftur og aftur, í stað þess að nota ætíð nýjar innpakkaðar sótthreinar nálar eins og lög segja til um.  Eins og gengur og gerist í þessum einkavæðingar- villimannaheimi einkagræðginnar, þá ver umrætt fyrirtæki lægstbjóðandi í verkið en ætlaði að ná inn gróða með því að spara hér og þar á kostnað "sjúklinganna" eða fórnarlambanna. Þar með að sínota sömu nálina. Hvað þá annað!
Það munaði ekki um sparnaðinn eða hitt þó heldur, því nú hefur verið upplýst að líklegt sé að yfir fimmtíuþúsund mans (50 þúsund) hafi smitast af eyðni og fjölda annarra sjúkdóma vegna þessa. Er þetta fyrirmyndin sem núverandi einkavinavæðingar "spekingar" þjóðar vorrar einblína á?  Er þetta og þessu líkt það sem bíður okkur Íslendinga, eftir að forverar okkar höfðu skapað okkur eitt albesta heilbrigðiskerfi veraldar, og við skattgreiðendurnir höfum með glöðu geði greitt fyrir?
Ég las greinar þínar á síðunni þinni sem eru hverri annarri betri, en ég staldraði sérstaklega við pistilinn "HVAÐ KOSTAR ÞAÐ AÐ MEIÐA FÓLK?" því mér þykir hún ekki einföld og auðskilin. Að sumu leyti þykir mér slæmt, jafnvel ámælisvert hvað sumir eru fljótir að fara í meiðyrðamál útaf ásökunum annarra, en þetta hefur víst verið lengi hluti okkar menningar, enda mannorð manns talið nokkurs virði, sbr. orðstír deyr aldregi!
Einusinni var jafnvel dauðadómur fyrir ærumeiðingar, jafnvel að gera grín að fólki.  Þetta veldur auðvitað því að gagnrýni er helst ekki viðhöfð undir nafni, nema að hún sé svo tvísýn og aum að hún verði meiningarlaus.  Ef sá sem ásakar hefur rangt fyrir sér eða er of harðorður, þá fyndist mér eðlilegra að sá sem ásakaður er, verji sig málefnalega og bendi á hvar ásakanir eigi ekki við rök að styðjast.
Svo er annað mál, að menn eiga að hafa full mannréttindi frá mínum sjónarhóli til allra skoðana, jafnvel að hafa þjóðernislegar og kynþáttarlegar skoðanir, eins og á öðrum málefnum, án þess að vera ásakaðir um að vera einhverskonar mannhatarar. Þessi ásökun um að menn með ákveðnar skoðanir á þessu málum séu "rasistar" er furðulegt frá mínu sjónarmiði því bæði þjóðernishyggja og kynþáttur mans er það sem stendur honum næst, ekki síður en æra hans.  Þetta leiðinda orð "rasisti" sem er útlend orðabrenglun ættuð frá Bandaríkjunum, þegar þeir áttuðu sig á að þeir réðu ekkert við sín innri vandamál . Þessi hugtakanotkun á ekki heima í íslenskri tungu, enda er orðið misnotað og er jafnvel ekki skilið af þeim sem notar það. Auðvitað hafa menn skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi hvað varðar þjóðerni og kynþátt, sem allt annað!   Hver segir að fólki sé bannað að hafa áhyggjur ef því finnst ágangur útlendinga of mikill í okkar litla þjóðfélagi og vitanlega á það ekki að verða dauðasök að ræða slíkt!
Ég er sammála þér Ögmundur ásamt þorra þjóðarinnar, að dómstólarnir eru orðnir stórbrenglaðir. Jafnvel svo að þeir kunna að vera orðnir séu glæpa-hvetjandi, eins og haldið hefur verið fram! Réttarvitundin virðist vera algjörlega úti að aka!  Ég get bent á fjölda dæma, enda gera erlendir sérfræðingar á þessu sviði, grín að okkur!  Það eina sem stjórnvöld skilja græðgishyggjan, einkavinavæðingin og bitlingapólitík!
Ögmundur, ég er algjörlega sammála þér hvað innrás Bandaríkjanna og ofbeldi þeirra í Írak snertir!  Auðvitað er ekki um neitt stríð að ræða! Um er einfaldlega að ræða innrás og ofbeldi mesta herveldis jarðar gegn varnarlausri, fátækri þjóð og kvöldu fólki, sem er að berjast fyrir tilveru sinni!  Fyrir utan þjófnaðinn á auðæfum Íraks og hræðilegum skipulögðum pyntingum á öllum þeim voga sér að berjast gegn ofbeldishersetunni!
Núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins með skósveinum sínum er óboðleg. 
En hvað þá Ögmundur?  Þá eru eftir Vinstri Grænir með alla sína galla, þó bestir og heiðarlegastir séu, vegna þess að þeir eru þjóðlegastir og hafa menn eins og þig innanborðs!  Vandamálið er að VG verður að ná til fólksins í miklu ríkari mæli en verið hefur. Vinstri Grænir mega ekki vera lengur pólitískur sértrúarflokkur sem er að kafna í einkadellu. Svo sem að kalla fólk "rasista" af bandarískum sið, mannhatara eða kynþáttahatara þó þeir hafi áhyggjur af hvernig verið er að fara með þjóðina! Eða að ætlast til „fjölþjóðaþjóðfélags", eða „fjölmenningarþjóðfélags" á Íslandi með Íslendinga utangátta viðrini eins og er með Indíána Norður Ameríku! Þeir enduðu sem utangarðsmenn á eigin landi! Viljum við slíkt hlutskipti?
Eða að VG sé tvístígandi gagnvart forrétttindunum sem alþingismenn Íslands hafa stolið sér með lævísi og undirferli á  kostnað almennings. Þeir misnotuðu traustið sem þeim var sýnt og notuðu sjálft Alþingi til að hygla sjálfum sér!
Málið er hreinlega það Ögmundur, að VG verður ekki stórt fyrr en það á það skilið, fyrr en flokkurinn hreinsar til í eigin hugarheimi og heyr stjórnmálabaráttu sína á grundvelli þjóðrækni og raunverulegum hagsmunum íslensku þjóðarinnar!
Kveðja,
Úlfur