Fara í efni

Um vinnubrögð og traust til Fréttablaðsins

Sæll Ögmundur.

Gilda virkilega engar reglur um það á blöðunum hvernig farið er með innsendar greinar? Ég ætlaði varla að trúa því að Fréttablaðið skuli hafa, án samþykkis þíns breytt grein, sem þú sendir inn til birtingar í blaðinu. Ég las þetta á heimasíðu þinni og furðaði mig á því að þú gerðir ekki meira úr þessu en raun ber vitni. Hvað veldur að þú skammar ekki Fréttablaðið?

Guðleifur

 

Þakka þér fyrir bréfið Guðleifur.

Vissulega finnst mér með ólíkindum að blaðið skyldi leyfa sér að beita skærum á innsenda grein gegn mótmælum höfundar. Hreinlegra hefði verið að birta greinina ekki eins og ég reyndar stakk upp á sjálfur. Hins vegar var um að ræða fremur ómerkilega aulafyndni af minni hálfu, sem klippt var út og geri ég ekki mikið veður út af því. Hins vegar finnst mér það vera prinsippmál að standa gegn hvers kyns ritskoðun. Kannski væri nær að tala um virðingarleysi við þá sem tjá sig í blaðinu. Þetta hefur þau áhrif á mig Guðlaugur, að traust á þeim sem svona vinna rýrnar.

Kveðja,

Ögmundur

(Til upplýsingar vísar Guðleifur í þessa grein).