UNDARLEG VINNUBRÖGÐ
01.02.2015
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ferðamálaráðherra, hefur haft tvö ár til að undirbúa gjaldtöku á ferðamenn. Nú segir hún á Alþingi að þar sé nú afurðin af vinnu hennar komin fram, frumvarpið um náttúrupassa.
Margoft hefur hins vegar komið í ljós að þessum passa eru flestir andvígir. Þá er bara að ná samkomulagi um aðra lausn, segir ráðherrann! En var það ekki hennar hlutverk að finna þá lausn og setja hana í frumvarpsformi fyrir Alþingi? Þetta eru vægast sagt undarleg vinnubrögð.
Jóel A.