UNDARLEG VINNUBRÖGÐ Á ALÞINGI
01.03.2015
Þá eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins búnir að ná helsta hugsjónamáli sínu um að koma brennivíni í matvörubúðir út úr þingnefnd. Okkur er sagt í fréttum að meirihluti þingnefndarinnar þar sem málið var til umfjöllunar, hafi verið andvígur því að taka málið út úr nefndinni en formaðurinn, Unnur Brá, hafi sætt lagi þegar einhverjir nefndaramnna þurftu að bregða sér af bæ og þá efnt til atkvæðagreiðslu í skyndi. Síðan hefur verið greint frá því að einhverjir andstæðingar frumvarpsins hafi greitt atkvæði með því að taka málið út úr nefnd- í nafni lýðræðis. En felst lýðræðið ekki í því að greiða atkvæði með sannfæringu sinni, alltaf og alls staðar, líka í þingnefnd? Þetta eru undarleg vinnubrögð!
Jóel A.