ÚT Á HVAÐ GEKK FAGRA- ÍSLAND-STEFNAN?
Ég hlustaði af athygli á svör Samfylkingarráðherranna, Þórunnar og Össurar við fyrirspurnum um álverksmiðju í Helguvík á Alþingi, hvort til standi að reisa hana. Ýmsir fyrirvarar voru tilgreindir af hálfu ráðherranna, hvar ætti að taka orkuna, það þyrfti leyfi og svo framvegis. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar Lúðvík Bergvinsson sagði reyndar á þá leið að um væri að ræða ákvörðun fyrirtækja sem kæmu stjórnvöldum lítið við! En af öllu þessu verður mér spurn, gekk ekki Fagra Ísland út á fortakslaust stóriðjuhlé í fimm ár? Við skulum ekki gleyma því að jafnvel þótt ekki reyndist nauðsynlegt að fórna náttúruperlum fyrir álverksmiðju í Helguvík yrði að fórna þeim fyrir orkuþörf annarra. Staðreyndin er sú að orkuþörfin fer vaxandi í landinu og orkan er af skornum skammti. Það þýðir að ef stóriðjufyrirtæki fá orku til sín í miklu magni til áratuga þarf að beisla orku annars staðar fyrir aðra notendur. Var ekki Fagra-Ísland-stefnan seld út á þetta? Er ekkert að marka Samfylkinguna?
Haffi