Útför Vg
09.12.2024
Á bekkjum litla birtu sjá,
brotin andlit mæna.
Örfáir mættu í athöfn þá,
útför Vinstri-græna.
"Gluggaskraut“ Vg
Þjóðin náði á þroskabraut,
þakkarkenndin lifnar.
Gamalt lúið gluggaskraut,
gardínurnar rifnar.
Kári