Fara í efni

ÚTVARP VALHÖLL - TÆKNILEG MISTÖK

Útvarp Valhöll, kl. er 7, fréttirnar les Björn Bjarnason. Strokufanginn sem gaf sig fram við lögreglu fyrir helgi er sakaður um að hafa reynt að smygla eiturlyfjum á Litla Hraun. Eftir komuna í fangelsið var hann sendur í röntgenmyndatöku og kom þá í ljós að í endaþarmi hans virtust vera einhverjir aðskotahlutir. Við nánari athugun og vigtun reyndust þar á ferð 40 grömm af amfetamíni og allnokkuð af steratöflum. Fanginn hefur haldið fram sakleysi sínu og ber við tæknilegum mistökum. Atvikið telst upplýst.

Málið um verðsamráð olíufélaganna hefur loksins verið dómtekið. Samkvæmt öruggum heimildum Valhallar er þessi óvænta stefna sem málið hefur nú tekið mikill léttir fyrir forstjóra olíufélaganna enda er það samdóma álit þeirra að um venjuleg tæknileg mistök hafi verið að ræða.

Fleira er ekki í fréttum en hér er tilkynning um breytingu á dagskrá. Vegna tæknilegra mistaka fellur lestur framhaldssögunnar Myndhöggvarinn og tígulsteinarnir, niður. Þess í stað verða fluttir kaflar úr Kardemommubænum eftir Torbjörn Egner.

Úr sarpi Þjóðólfs