Fara í efni

VAFASAMT SJÓNVARPSEFNI

Kæri Ögmundur.
Ég hef ábendingu til þín fremur en spurningu í framhaldi af umfjöllun þinni "Sadistar í sjónvarpi" hér á síðunni nýlega. Ef þú horfir á nokkra þætti í sjónvarpinu, Rúv, Skjá einum, eða öðrum rásum, þá snúast þeir að miklu leyti um niðurlægingu. Alls kyns keppni þar sem fólki er hafnað, verið að velja kvonfang, eyðileggja efnilega tónlistarmenn og gvuð veit hvað. Þetta er lengi búið að valda mér hugarangri í félagslegu samhengi.
Kær kveðja,
Sigga

Sæl og þakka þér fyrir bréfið. Þetta er hverju orði sannara. Einhverra hluta vegna sló þessi þáttur mig sérlega illa.
Með kveðju,
Ögmundur
sjá HÉR