Fara í efni

VANDAÐRI VINNUBRÖGÐ Í SAMFYLKINGUNNI?

Mikið er ég sammála Þórunni Sveinbjarnardóttur alþingiskonu í útvarpsfréttum í gær að þörf sé á vandaðri vinnubrögðum í Samfylkingunni. Hins vegar þykir mér hún vera djörf að fullyrða að slíkt yrði tryggt með Ingibjörgu Sólrúnu við stýrið í stað Össurar. Horfir hún kannski til Framtíðarnefndarinnar og vinnubragðanna þar? Skyldi það vera fyrirmyndin? Það er ekki langt síðan að sú nefnd sendi frá sér dæmalaust óvandað plagg um einkavæðingu í skólakerfinu. Þar þótti meira að segja koma til álita að fara Áslandsskólaleiðina, það er að segja, einkavæða grunnskólana! Það mætti alla vega skoða það – kannski – eða þannig. Skyldi Hafnarfjarðarkrötum vera skemmt? Ekki gekk svo lítið á að lemja menntamálaráðherra íhaldsins til baka með einkavæðingu Áslandsskóla og lögðust Samfylkingarmenn þar á eitt með VG. Síðan kom Framtíðarnefndin undir forystu ISG með sín "vönduðu"  vinnubrögð.
Anna