VANDLIFAÐ
Sumir eru alltaf einum leik á eftir. Það á við um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Hann hrósaði útrásarvíkingum. Í hrunskýrslunni er hann skammaður fyrir þetta og bent á að hann hafi átt að vara við. Og nú varar ÓRG við. Hann varar við Kötlugosi. Þá er hann skammaður fyrir það. Vandlifað. Öll vitum við að forsetinn er að segja upphátt það sem allir hugsa og allir eru að tala um. Er eitthvað að því? Að sjálfsögðu ekki. Hann vísar í líkur byggðar á staðreyndum. Það er komið alveg nóg af lyginni og þögguninni.
Þau sem eru Ólafi Ragnari reið fyrir að greiða götu lýðræðisins skammast núna í hans garð. Sama fólk og þagði allan útrásartímann notar núna Kötlu-ummæli forsetans til að ná sér niðri á honum. Ekki beinlínis stórmannlegt. Gagnrýni vegna Kötlu er í reynd gagnrýni á þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave!
Jóel A.