VANHÆFUR RÁÐGJAFI?
13.02.2009
Það má öllum vera ljóst að aðalseðlabankastjóri bankans hefur neitað að víkja sæti og hæstvirtur forsætisráðherra telur sig ekkert geta gert fyrr en ný lög verði samþykkt. Ekki veit ég hver lögfræðilegur ráðgjafi hennar er en hann er óhæfur því að við lestur laga um bankann er forsætisráðherra æðsti stjórnandi bankans og getur skipað tímabundið nýjan aðalbankastjóra og hinir sitji bara áfram í fýlu og þetta verður að gera með hraði.
Þór Gunnlaugsson