VARÐ AÐ KLÍPA MIG!
Sæll Ögmundur.
Ég var að hlusta á þig verja gjörðir þínar vegna starfa þinna fyrir lífeyrissjóð starfsmanna ríkisinns. Ég vil byrja á að segja þér að hingað til hef ég haft álit á þér og því sem þú hefur sagst standa fyrir,en mér var bara öllum lokið þegar ég heyrði þig tala við Helga Seljan ég varð að klípa mig í handlegginn til að vera viss um að ég væri örugglega vakandi. Að hlusta á þeig var eins og að hlusta á sjálfstæðismennina stuttu eftir hrun, allir fóru þeir að lögum og skildu ekki að þeir hefðu gert eithvað rangt. Þú segist hafa varað við lögum sem sett voru 1997 en hvers vegna barðist þú þá ekki fyrir því að þessi lífeyrissjóður hagaði sínum fjárfestingum annan hátt en hann gerði? Þú berð fyrir þig lögum en hvað með siðferðið og ég er algörlega sammála Helga að þú notaðir alveg sömu rök og Geir H Haarde hefur notað. Hvernig í ósköpun getur þú varið þessar fjárfestingar í Glitni og FL group árið 2008. Bæði þú og Blöndalin hafið talað um ábyrgð hvernig hyggist þið axla hana, ég sé það nú ekki alveg fyrir mér.Blöndalin telur að Alþingi hafi verið meðvirkt og hann hafi gert mistök þegar þessi lög voru samþykkt 1997 og þú virðist hafa farið eftir og teygt þig eins langt og löginn leyfðu eða hvernig á að skíra þetta tap allt saman á annan hátt.
Viðar Magnússon
Ég reyndi að svara þeim spurningum sem spurt var í Kastljósinu í gær og þú tekur nú upp aftur. Ég vísa í skýringar mínar sem mér heyrist af viðbrögðum að dæma, flestir skilji öðru vísi en þú.
Kv.,
Ögmundur