Fara í efni

VATNIÐ ER ÞVERPÓLITÍSKT

Gáttaður er ég á Sigurði Kára Kristjánssyni, þingmanni, að reyna að gera baráttu BSRB gegn einkavæðingu vatns tortryggilega eins og sjá má í fjölmiðlaviðtölum við hann síðustu daga.  Ég er sannast sagna ekki síst undrandi á Siguðrði Kára vegna þess að mér hefur þótt hann vera málefnalegur og rökfastur. Það er ekki þar með sagt að ég sé honum sammála - um sumt er ég honum sammála ekki allt og alls ekki þetta. Sannast sagna hélt ég að allir - hvar í flokki sem þeir standa - myndu sameinast um að halda vatninu í almannaeign og láta skilgreina það sem mannréttindi í stjórnarskrá landsins! Ef eitthvað ætti að vera þverpólitískt mál þá er það réttur okkar allra til vatnsins!!!
Ég er félagi í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar og langar til að vekja athygli á ágætum pistli sem formaður okkar, Árni Guðmundsson, skrifar á heimasíðu í gær. Ég læt slóðina fylgja svo hvert og eitt okkar geti lesið og gert upp sinn hug:  http://addigum.blogspot.com/2006/03/heldur-margur-mig-sig.html
N.B.