VATNIÐ OG RÍKISSTJÓRNIN
30.07.2010
Athyglisverð afstaða vinstri stjórnar VG og Samfylkingar hjá SÞ. Það er mjög einkennilegt að vilja ekki styðja tillögu Sameinuðu þjóðanna um að flokka réttinn til vatns sem mannréttindi. Heldur skipar ríkisstjórnin sér í flokk með hægri stjórnunum í Danmörku, Svíþjóð og Englandi sem vilja braska og gera drykkjarvatn að söluvöru. Sú afsökun sem gefin er út í fjölmiðlum er óskiljanleg. VG skuldar kjósendum sínum skýringu.
Pétur
Hjartanlega sammála. Þetta er okkur ekki sæmandi.
Ögmundur