Vatnið okkar allra
18.03.2003
Eiga athafnaskáldin eitthvað erindi í pípur,
verður einkavætt blávatnið svalara en nú?
Mun vatnið kalda sem úr krönunum drýpur
verða kraftmeiri næring en mjólk úr kú?
Sæll og blessaður Ögmundur
Þessu vísukorni hnoðaði ég saman eftir að ég las innlegg Þorleifs Óskarssonar um vatnsveitumálin. Ég tek heils hugar undir málflutning hans. Einkavæðing á vatnsveitum væri mikið óheillaspor eins og reyndar reynsla annarra þjóða hefur þegar margsannað. Hvers vegna í ósköpunum þurfa íslenskir stjórnmálamenn að þræða og þefa uppi öll fúafen frjálshyggjunnar? Er það bara einber þráhyggja að viðurkenna ekki reynslu annarra þjóða af tilfæringum sem þessum?
Með baráttukveðju,
Jón Bisness